Flugfélagið Mýflug er Íslenskur flugrekandi, vottaður af flugöryggsistofnun evrópu (EASA). Félagið hefur um 40 ára reynslu af flugi á Íslandi og löndunum í kring um okkur. Meðal verkefna sem Mýflug hefur sinnt eru leiguflug, áætlunarflug, sjúkraflug, flugmælingar, útsýnisflug og ýmislegt verkflug.
Jetstream 32
Jeatstream 32 er hraðfleyg, jafnþrýstibúin skrúfuþota. Þessar flugvélar henta einkar vel í leiguflug fyrir allt að 19 farþega, bæði innanlands og til Grænlands, Færeyja og Skandinavíu.
Beechcraft Kingair
Beechcraft Kingair 200/250 eru öflugar skrúfuþotur sem fyrir löngu hafa sannað gildi sitt við Íslenskar aðstæður. Vélar af þessar tegund hafa verið í rekstri Mýflugs síðan árið 2006.Vélar þessar hafa þann kost að geta athafnað sig á tiltölulega stuttum brautum en eru jafnþrýstibúnar og knúnar áfram að hverfihreyflum og fljúga því yfir veðrum.