Skip to main content

Sérstök aðstoð

Sérstök aðstoð

Sections
Titill
Gæludýr í flugi
Meginmál

Eftirfarandi þarf að hafa í huga þegar ferðast er með gæludýr.

  • Krafa er gerð um að eigandi útvegi ákveðin búr til flutnings dýranna. Búrið þarf að vera úr hörðu efni þannig að það leggist ekki saman við flutning og þarf gólfið í því að vera vatnshelt.

  • Óheimilt er að flytja óróleg dýr.

Ef eigandi eða umráðarmaður dýrsins er ekki að ferðast með dýrinu heldur að senda það í frakt þarf að koma með dýrið eigi síðar en 30 mínútum fyrir flug og eigi fyrr en 1 klst fyrir brottför.

  • Lifandi dýr eru á ábyrgð sendanda

Lifandi dýr eru ekki leyfileg í farþegarými flugvélar nema um sé að ræða blindrahund sem ferðast með eiganda sínum. Eigandi blindrahunds ber ábyrgð á því tjóni sem hundurinn kann að valda. Ef farþegi um borð er með ofnæmi og getur ekki flogið með hund um borð þarf farþeginn að víkja fyrir blindrahundi.

 

Viðurkennd búr sem samþykkt eru í flutningi á dýrum:

 

Accepted animal cage

Búr sem ekki eru samþykkt í flutningi á dýrum:

Not accepted animal cage     Not accepted animal cage     Not accepted animal cage

Titill
Börn sem ferðast ein í flugi
Meginmál

Börnum á aldrinum 2-12 er ekki heimilt að fljúga án fylgdarmanns eða forráðaraðila. Fyrir börn á aldrinum 2-12 ára er leyfilegt að biðja einhvern farþega, í sama flugi, um að fylgja barninu og hafa umsjón með því í viðkomandi flugi. Börnin verða að fá úthlutað sæti við hlið farþegans sem samþykkir fylgd. Ekki er leyfilegt að innrita barn nema komið sé á hreint hver fylgir ásamt því að samþykki forráðamanns og fylgdarfarþega sé staðfest.

Titill
Ungabörn í flugi
Meginmál

Þegar ferðast er með ungabörn má innrita kerru og bílstól upp að 20kg án auka kostnaðar.

Farþegar sem ferðast með ungabörn mega taka með sér viðurkennda bílstóla um borð svo framarlega sem aukasæti er við hlið viðkomandi í fluginu.

Titill
Barnshafandi konur
Meginmál

Barnshafandi konur sem komnar eru átta mánuði á leið eða lengra sem og þær sem fætt hafa barn fyrir tímann, geta einungis ferðast með flugi hafi þær lagt fram læknisvottorð gefið út innan 72 klst fyrir brottför þar sem staðfest er að þeim stafi engin hætta af fluginu.

Barnshafandi konur mega undir engum kringumstæðum fljúga tvær síðustu vikur meðgöngunnar.