Skip to main content

Forsíða

 

Leiguflug

Einstaklingar og hópar

Vélarnar okkar henta vel til flugs á Íslandi, Grænlandi, Færeyjum sem og meginlandi Evrópu. Þegar hraði og öryggi eru sett ofar öllu býður Mýflug hagkvæmustu þjónustuna, þegar allt er tekið með í reikninginn.

Sjúkraflug

Mýflug hefur áratuga reynslu af sjúkraflugi og býður einstaklega vel búnar og öflugar vélar til sjúkraflugs, hvort sem er innanlands eða milli landa. Stórar hurðir eru á vélunum og því gott aðgengi með sjúkrabörur. Um borð er súrefni og allur sá búnaður sem þarf til að flytja sjúka og slasaða.

Fraktflug

Við sinnum fraktflugi hvert á land sem er, milli landa eða á haf út. Hvort sem er um litla eða stóra hluti, mikið eða lítið magn þá geta velar okkar hentað til flutninga á hinum ýmsu vörum og varahlutum.