Skip to main content

Forsíða

 

Fljúgum inn í veturinn með
fleiri ferðum og fjölda tilboða

Skipulagðar ævintýraferðir

Upplifðu spennandi ævintýraferðir í náttúru Íslands

Ógleymanlegar ferðir til að sjá æpandi andstæður í íslensku landslagi

Skoðaðu landið með augum Ernis

Leiguflug

Einstaklingar og hópar

Vélarnar okkar henta vel til flugs á Íslandi, Grænlandi, Færeyjum sem og meginlandi Evrópu. Þegar hraði og öryggi eru sett ofar öllu býður Flugfélagið Ernir hagkvæmustu þjónustuna, þegar allt er tekið með í reikninginn.

Sjúkraflug

Flugfélagið Ernir byggir á áratuga reynslu af sjúkraflugi og býður einstaklega vel búnar og öflugar vélar til sjúkraflugs, hvort sem er innanlands eða milli landa. Stórar hurðir eru á vélunum og því gott aðgengi með sjúkrabörur. Um borð er súrefni og allur sá búnaður sem þarf til að flytja sjúka og slasaða.

Fraktflug

Flugfélagið Ernir sinnir fraktflugi hvert á land sem er, milli landa eða á haf út. Hvort sem er um litla eða stóra hluti, mikið eða lítið magn þá geta velar okkar hentað til flutninga á hinum ýmsu vörum og varahlutum.

Ljósmyndaflug

Ernir býður mjög hentugar flugvélar í flug til ljósmyndunar eða til að skoða landið og ákveðin svæði úr lofti, hvort heldur er í listrænum eða vísindalegum tilgangi. Við sinnum slíkum verkefnum jafnt innanlands sem utan, hvort sem er yfir láði eða legi. Við getum flogið yfir öll hugsanleg landssvæði og gefið þér einstakt tækifæri til að mynda náttúruna á þennan hátt.