Skip to main content

Farangur

Farangur

Sections
Titill
Farangursheimild
Meginmál

Hver farþegi má hafa allt að 20 kg af innrituðum farangri með sér í flug óháð fjölda eininga. Fyrir umframþyngd greiðast 350 kr á hvert kíló.

Titill
Handfarangur
Meginmál

Hver farþegi má hafa 6 kg af handfarangri með sér í flug en einungis eina einingu. Í sumum af okkar flugvélum er ekki farangurshólf fyrir ofan sæti og því eru farþegar beðnir um að hafa handfarangur í algjöru lágmarki þeim og öðrum til aukinna þæginda á meðan á flugi stendur.

Titill
Óleyfilegur farangur
Meginmál

Meðfylgjandi er listi yfir hluti sem bannað er að taka með sér í flug hvort heldur er í innritaðan farangur eða handfarangur:

Eldfim efni og sprengiefni

Sérhver sprengiefni eða eldfim efni sem eru hættuleg heilsu farþega og áhafnar eða flugvernd/öryggi loftfars eða eigna:

 • Skotfæri
 • Sprengihettur
 • Hvellhettur og sprengiþræðir
 • Sprengiefni og sprengibúnaður
 • Jarðsprengjur og aðrar sprengifimar hernaðarbirgðir
 • Handsprengjur af öllum gerðum
 • Gas og gaskútar t.d bútan, própan, kolvetnisgas og súrefni í stórum umbúðum
 • Skoteldar, blys af öllum gerðum og annar skotelda- og hvellbúnaður, þ.m.t samkvæmis- og leikjasprengjur
 • Eldspýtur, aðrar en venjulegar
 • Reykhylki og reykdósir
 • Fljótandir eldsneyti, t.d bensín, dísilolía, kveikjaralögur, alkóhól og etanól
 • Málning í úðabrúsum
 • Terpentína og þynnir
 • Áfengir drykkir með meira en 70% vínanda miðað við rúmmál

Íðarefni og eiturefni

Öll íðarefni og eiturefni sem eru hættuleg heilsu farþega og áhafnar eða flugvernd/öryggi loftfars eða eigna:

 • Sýrur og lútarefni, t.d vökvafylltar rafhlöður
 • Tærandi og bleikiefni t.d kvikasilfur og klór
 • Lamandi úðaefni t.d úðavopn (Mace), piparúði og táragas
 • Geislavirk efni þ.m.t samsætur (ísótópar) til afnota við lækningar og sem verslunarvara
 • Eitur
 • Smitefni eða hættuleg lífefni t.d smitað blóð, bakteríur og veirur
 • Sjálfsíkveikjandi og eldfim efni
 • Slökkvitæki

Rafmagnsbúnaður með lithíum rafhlöðum

Getur skapað íkveikjuhættu og er því farið fram á að smábúnaður með lithíum rafhlöðum s.s rafsígarettur, farsímar, leikjatölvur o.s.frv. sem og vararafhlöður séu í handfarangri.

Titill
Skemmdur, seinkaður eða týndur farangur
Meginmál

Það veldur yfirleitt óþægindum þegar farangri seinkar, skemmist eða týnist og biðjumst við velvirðingar á ef slíkt hefur komið fyrir á þínu ferðalagi með okkur. Það er mikilvægt að vera vel upplýstur um hvað telst sem skemmdur farangur, hver réttur þinn er þegar farangri seinkar og einnig hvað ber að gera ef farangurinn skilar sér ekki með þínu flugi. Við biðjum þig að leita strax til okkar starfsfólks við komu á viðkomandi flugvelli þegar ljóst er að farangur skilaði sér ekki úr fluginu eða er skemmdur eftir flugferðina.

Týndur farangur

 • Snúðu þér strax við lendingu til starfsfólks okkar eða afgreiðsluaðila á viðkomandi flugvelli.
 • Starfsfólk okkar mun ávallt reyna að gera sitt besta við að leysa úr þeim málum sem upp koma eins fljótt og auðið er.

Skemmdur farangur

 • Ferðatöskur eru gerðar til varnar innihaldi þeirra og því telst eðlilegt slit vegna notkunar eða hleðslu/afhleðslu ekki til skemmda.
 • Það sem ekki telst til skemmda er t.d minniháttar rifur, rispur, dældir eða skemmdir á handföngum, hjólum og/eða „ströppu.
 • Ef ferðatöskur geta ekki með neinum hætti varnað innihaldi og eru illa farnar þá er innihald eða taskan sjálf á ábyrgð farþega.

Varð taskan þín fyrir skemmdum? Ef svo er þá endilega leitaðu til starfsmanna Flugfélagsins Ernis í afgreiðslu við lendingu eða sendu tölvupóst til ernir@ernir.is innan 48 klst.