Skip to main content

Höfn í Hornafirði

Suðurland

Höfn í Hornafirði

Lægri flug­fargjöld fyrir íbúa lands­byggð­arinnar

Loftbrú er fyrir alla með lög­heimili fjarri borginni og á eyjum og veitir 40% afslátt af heildar­fargjaldi fyrir allar áætlunar­leiðir Flugfélagsins Ernis.

Ferlið er einfalt. Á þjónustu­vefnum Ísland.is auðkennir fólk sig með rafrænum skil­ríkjum og þeir sem eiga rétt á Loftbrú sækja sérstakan afsláttar­kóða sem notaður er bókunarferlinu.

NÁNARI UPPLÝSINGAR Á LOFTBRU.IS

Loftbrú
50 years flying

.

Flugáætlun
Gildir til 31. ágúst 2024

Frá Reykjavík til Hafnar í Hornafirði

Mán Þri Mið Fim Fös Lau Sun   Brottför Lending
        08:55 09:50
              13:20 14:15
              14:00 14:55
          16:35 17:30

 

Frá Höfn í Hornafirði til Reykjavíkur

Mán Þri Mið Fim Fös Lau Sun   Brottför Lending
        10:10 11:10
              14:40 15:40
              15:15 16:10
          17:55 18:55

 

 

KOMUR & BROTTFARIR
Verðlisti
  Nettilboð Afsláttarsæti Almennt Börn 2-11 Börn 0-1
Höfn í Hornafirði 25.800 kr. 29.100 kr. frá 32.900 kr. 18.900 kr. 4.000 kr.
  • Nettilboð 25.800 kr.
  • Afsláttarsæti 29.100 kr.
  • Almennt frá 32.900 kr.
  • Börn 2-11 18.900 kr.
  • Börn 0-1 4.000 kr.

 

Bókaðu flugið

 

Kraftur og fegurð íslenskrar náttúru á einum stað

Höfn sker sig úr svörtum söndum Hornafjarðar, á suðausturlandi. Þar er hægt að fá sýnishorn af öllu því sem íslenskt landslag hefur upp á að bjóða. Stærðarinnar eldfjöll, djúpskornir firðir, tignarlegir fossar og glitrandi íshellar eru í hentugri akstursfjarlægð frá flugvellinum en einungis er um klukkustundarlangt flug þangað frá Reykjavík. Þú getur siglt á milli ísjaka á leið þeirra til sjávar, skoðað víkingaþorp, ekið upp á heiðar þar sem villtar hreindýrahjarðir halda til eða virt fyrir þér forvitna og leikglaða seli sem hafa jafngaman af að virða þig fyrir sér á móti.

Map - flight from Reykjavík to Höfn in Hornafjörður

Glitrandi strandlengja, mótuð af ís og eldi í tímans rás

Suðausturland er paradís fyrir þau sem vilja njóta stórbrotins útsýnis yfir íslenskt landslag enda eru háir tindar og djúp vötn á svæðinu, sem og víðáttur af mosagrónum hraunbreiðum eftir Skaftárelda. Á Jökulsárlóni fljóta risavaxnir ísjakar til hafs og á svartri ströndinni við lónið glitra klakabrot svo hún hefur fengið viðurnefnið Demantaströndin. Kvikmyndaáhugafólk kannast líklega við landslagið sem hefur komið fyrir í myndunum Batman Begins, The Living Daylights, The Secret Life of Walter Mitty og Game of Thrones en landkönnuðir á öllum aldri munu njóta þess að upplifa víðáttur og hulda dali í nágrenni við Höfn. Þar er sérstaklega þægilegt að hafa meginbúðir meðan þessi landshluti er kannaður betur.

Sunset at Vatnajökull glacier lagoon

Vatnajökull og Jökulsárlón: þar sem ísinn flýtur frá fjöllum til sjávar

Stærsti jökull Evrópu, Vatnajökull, þekur hæstu fjöll Íslands og er heildarísmagn hans talið vera nær 4000 rúmkílómetrar og er ísinn að meðaltali 400 metra þykkur. Ísbreiðan flæðir niður fjöllin og teygir sig til sjávar þar sem jökulísinn bráðnar hægt og rólega og myndar Jökulsárlón, sem skreytt er djúbláum ísjökum með fínlegum, svörtum röndum eftir eldgos og öskufall síðustu alda. Á leiðinni brotnar klaki af jökunum og rekur upp í fjöruna sem þar af leiðandi er oft kölluð Demantaströndin. Hægt er að fara í siglingu á lóninu til að komast nær ísjökunum og heilsa upp á forvitna seli sem nálgast bátana. Síðsumars hvert ár er haldin stórfengleg flugeldasýning við lónið þar sem sprengingarnar bergmála og litafegurðin speglast í vatninu og jökunum; það er sýning sem allir verða að sjá að minnsta kosti einu sinni um ævina.

Lakagígar: jarðeldarnir sem komu af stað byltingu

Vestast á suðausturlandi er Kirkjubæjarklaustur, friðsæl þyrping sveitabæja og lítils þorps sem einhverra hluta vegna slapp við hraunstreymið úr Lakagígum, 25 kílómetra langri gossprungu norðan við þorpið.

Hraun, aska og eiturgufur þöktu svæðið og menguðu andrúmsloftið og ollu svo mikilli kólnun í veðri að Mississippi áin fraus allt sunnan undir New Orleans í Bandaríkjunum, uppskera brást víða um Evrópu og var Lakagígagosið því stór áhrifavaldur í hungursneyðinni og fátæktinni sem leiddi til frönsku byltingarinnar.

Kirkjubæjarklaustur liggur við þjóðveg 1 og eru samgöngur þangað auðveldar en göngufólk eða ferðalangar á fjórhjóladrifnum bílum geta einnig vel komist í návígi við Lakagíga, sem nú eru löngu kulnaðir.

Lakagígar

Skeiðarársandur: þögul og ægifögur víðátta

Nær Höfn liggur Skeiðarársandur, víðfeðm eyðimörk með fínum, svörtum sandi sem situr eftir flóðin sem fylgt hafa eldgosum undir íshellu Vatnajökuls. Skeiðarársandur er stærsta sandauðn heims og fjarlægðin sveipar sjóndeildarhringinn slíkri dulúð að halda mætti að ævintýradrekar hafi sviðið jörðina eða að sjónarsviðið sé fengið úr vísindaskáldskap þar sem heimsendir hefur orðið.

Þjóðvegur 1 liggur um Skeiðarársand og einnig er auðvelt að skoða sig um fótgangandi þar en sandauðnin er ómissandi hluti af náttúruskoðun á suðausturlandi.

Svartifoss: hinir frægu svörtu fossar Íslands

Nyrst í jaðri Skeiðarársands fellur Svartifoss 12 metra fram af svartri stuðlabergsklöpp og er ískalt jökulvatnið svo tært að hægt er að drekka það. Þessi fallega sýn við fossana hefur veitt mörgum kynslóðum íslenskra listamanna og arkitekta innblástur. Sumir segja að Hallgrímskirkja í Reykjavík sé spegluð eftirmynd hinna svörtu fossa á suðausturlandi.

Svartifoss
Stokksnes víkingaþorp

Víkingaþorpið við Vestrahorn: minnisvarði um árdaga Íslendinga

Rétt austan við Höfn kúrir Víkingaþorpið í skugganum af hinu tignarlega Vestrahorni. Þorpið var upprunalega reist fyrir kvikmyndina Víkingar sem byggð verður á Íslendingasögunum og leikstýrt af Baltasar Kormáki. Víkingaþorpinu er vel við haldið og er gestum velkomið að skoða það og taka myndir að vild. Ef víkingablóð rennur í æðum þínum mun þér líða eins og heima hjá þér og ef þú hefur velt fyrir þér hvernig lífið á víkingaöld hafi verið geturðu auðveldlega sett þig í spor forfeðra þinna þarna.

Skipulagðar ferðir tengdar þessum áfangastað

Day tour to Europe’s largest glacier, Vatnajökull, and the famous Glacier Lagoon.
€ 725
May - September
Explore the magnificent Jökulsárlón and other glacier lagoons at your own pace.
€ 490
All year
Explore the magnificent Jökulsárlón and other glacier lagoons at your own pace.
€ 490
All year
Explore the thrilling ice caves of Vatnajökull and Jökulsárlón’s glittering diamond beach.
€ 650
November - April