Skip to main content

Leiguflug

Leiguflug

Einstaklingar og hópar

Flugfélagið Ernir býður hentugar flugvélar í leiguflug innanlands sem utan. Hvort sem er fyrir einstaklinga eða hópa þá er leiguflug oft hagkvæmur kostur og sparar tíma og fyrirhöfn.

Vélar okkar eru innréttaðar með þægindi farþega að leiðarljósi og bjóðum við margar stærðir véla sem henta einstaklingum eða hópum af flestum stærðum. Einnig uppfyllum við séróskir viðskiptavina varðandi fæði, ferðaáætlun og aðbúnað á áfangastað

Vélarnar okkar henta vel til flugs á Íslandi, Grænlandi, Færeyjum sem og meginlandi Evrópu. Þegar hraði og öryggi eru sett ofar öllu býður Flugfélagið Ernir hagkvæmustu þjónustuna, þegar allt er tekið með í reikninginn.

Sjúkraflug

Flugfélagið Ernir byggir á áratuga reynslu af sjúkraflugi og býður einstaklega vel búnar og öflugar vélar til sjúkraflugs, hvort sem er innanlands eða milli landa. Stórar hurðir eru á vélunum og því gott aðgengi með sjúkrabörur. Um borð er súrefni og allur sá búnaður sem þarf til að flytja sjúka og slasaða. Við útvegum sjúkraflutningsmann/bráðatækni eftir þörfum. Sjúkraflugvélar okkar eru búnar jafnþrýstibúnaði og geta því flogið ofar veðri, til aukinna þæginda fyrir sjúkling og farþega.

Ef um er að ræða áríðandi leigu- eða sjúkraflug utan venjulegs skrifstofutíma, vinsamlega hafðu samband í síma 562 2644 allan sólarhringinn (24/7)

Fraktflug

Flugfélagið Ernir sinnir fraktflugi hvert á land sem er, milli landa eða á haf út. Hvort sem er um litla eða stóra hluti, mikið eða lítið magn þá geta velar okkar hentað til flutninga á hinum ýmsu vörum og varahlutum. Það er því gott að hafa samband og spyrjast fyrir um möguleika. Við bregðumst skjótt og örugglega við hvenær sem er.

Fá tilboð

Hringdu í síma +354 562 4200
Eða sendu línu á info@eagleair.is