ENGLISH VERSION BELOW
SAMNINGSSKILMÁLAR
1. Flutningur samkvæmt rafrænum farseðlum gefnum út af er háður reglum þeim og takmörkunum á ábyrgð, sem ákveðnar eru í loftferðalögum.
2. Að svo miklu leyti sem það brýtur ekki í bága við það, er að framan getur, gilda um flutning og aðra þjónustu flugfélags: (I) gildandi gjaldskrár, (II) flutningsskilmálar þessir, (III) brottfararspjald.
3. Sérhver undantekning eða takmörkun bótaskyldu flugfélags skal gilda um og ná til umboðsmanna, starfsmanna og fulltrúa, svo og til eigenda flugfara, er til flutnings eru notuð, umboðsmanna þeirra, starfsmanna og fulltrúa.
4. Verði tjón á farangri á flugleið fer tilkynningarfrestur vegna flutnings innanlands eftir ákvæðum loftferðalaga.
5. Rafrænn farseðill gefinn út gildir í eitt ár frá útgáfudegi, nema annað sé tekið fram í gjaldskrám flugfélagsins, flutningsskilmálum eða ámóta reglum. Fargjald samkvæmt rafrænum farseðli gefnum út er háð breytingum, er verða kunna áður en flutningur er hafinn. Getur flugfélag neitað flutningi, ef gildandi fargjald hefur eigi verið greitt.
6. Flugfélagið skuldbindur sig til að gera sitt ýtrasta til að flytja farþega og farangur á sem skemmstum tíma. Eigi er tekin ábyrgð á tímum, í flugáætlun eða annars staðar, og eru þeir ekki hluti flutningssamnings. Flugfélagi er heimilt að skipta um flytjanda eða flutningstæki án fyrirvara, ef nauðsyn krefur. Áætlunum má breyta án fyrirvara og sleppa viðkomustöðum, er í farseðli greinir, ef nauðsyn krefur. Áætlunum má breyta án fyrirvara. Flugfélag ber ekki ábyrgð á, að farþegi nái framhaldsflugferð. Flugfélagið ber ekki ábyrgð á niðurfellingu flugs vegna óviðráðanlegra orsaka sem meðal annars eru veðurskilyrði, hryðjuverk, stjórnaraðgerðir, stríð, náttúruhamfarir, eldsvoðar, verkföll og aðrar ástæður sem flugfélagið ræður ekki við. Þá er flugféagi sérstaklega heimilt að breyta flugnúmerum og flugtímum farþega. Flugfélag ber ekki ábyrgð á kostnaði sem farþegi verður fyrir ef flug er fellt niður af ofangreindum óviðráðanlegum orsökum, þessi takmörkun ábyrgðar nær til hótel-, fæðis- og ferðakostnaðar sem og öllum öðrum kostnaði sem farþegi kann að verða fyrir.
7. Farþega ber að fullnægja ákvæðum laga og reglugerða um ferðalög, leggja fram brottfararskjöl og komuskjöl og önnur nauðsynleg
skilríki og mæta í flughöfn á þeim tíma, er flugfélag tilgreinir, eða ef enginn tími er greindur, svo snemma að ráðrúm sé til að ljúka undirbúningi brottfarar, þó aldrei skemur en hálftíma fyrir brottför.8. Engum umboðsmanni, starfsmanni né fulltrúa flugfélags er heimilt að breyta, lagfæra eða fella úr gildi nokkur kvæði þessara flutningsskilmála.
Flugfélagið áskilur sér rétt til að synja hverjum þeim um flutning, sem aflað hefur sér farseðils í trássi við gildandi lög eða gjaldskrár flugfélags,reglur eða reglugerðir.
FARANGUR
Af öryggisástæðum er bannað að pakka með farangri ELDSPÝTUM, KVEIKJURUM, GASI, MÁLNINGU, FLUGELDUM, BLEIKIEFNUM og þess háttar.
Gættu þess að farangur sé í samræmi við reglur og ef þú ert í vafa þá ráðfærðu þig við starfsfólk flugfélagsins.
Flugfélagið ber ekki ábyrgð á missi, skemmdum eða seinkun á afhendingu brothættra eða viðkvæmra hluta, peningum, skartgripum, silfurmunum, viðskiptabréfum, verðbréfum eða öðrum verðmætum, viðskiptaskjölum, vegabréfum, öðrum persónuskilríkjum eða sýnishornum eða lyfjum sem eru hluti af farangri farþega, hvort sem er með eða án vitneskju flugfélagsins.
Eftirtalda hluti má flytja kostnaðarlaust til viðbótar við innritaðan farangur:
-kvenhandtaska, veski eða handtaska sem er í samræmi við venjulegan ferðaklæðnað og er ekki notuð undir hluti sem munu annars flokkast undir farangur.
-yfirhöfn, sjal, slá eða teppi.
-regnhlíf eða göngustafur.
-litil myndavél og/eða sjónauki.
-sanngjarnt magn af lesefni fyrir flugferðina.
-ungbarnamatur til neyslu í vélinni.
-hjólastól sem er hægt að leggja alveg saman (sem þarf í flestum tilvikum að hafa í farangursrými) og/eða hækjur og/eða spelkur eða önnur
hjálpartæki sem farþegi þarf að nota; svo framarlega sem farþegi er háður þeim.Allir aðrir hlutir eins og flugtöskur, skjalatöskur, ritvélar, kvensnyrtitöskur, stórar myndavélar o.s.frv.
- verða vigtaðir og ef við á verða lögð gjöld á yfirvigt farangurs.
ÖRYGGISEFTIRLIT
Öryggiseftirlit er á flestum flugvöllum. Við slíkt eftirlit geta staðaryfirvöld lagt hald á beitta hluti t.d. vasahnífa og aðra hluti sem taldir eru hættulegir. Til að forðast hugsanleg óþægindi mælum við með að slíkum hlutum sé pakkað með skráðum farangri.
FARANGURSLEIÐBEININGAR
Í farangri mega ekki vera hlutir
-sem eru líklegir til að verða fyrir hnjaski í flugvél
-sem gengið er frá á ófullnægjandi hátt
-sem bannað er að flytja samkvæmt lögum eða reglugerðum sérhvers ríkis
sem flogið er til frá eða yfir.
Af öryggisástæðum má ekki flytja eftirtalda hluti í farþegafarangri án samþykkis og undangengins samkomulags við flugfélagið:
-lofttegundir á þrýstikútum (eldfimar, ekki eldfimar eða eitraðar).
-ætandi efni (t.d. sýrur, basar og blautar rafhlöður).
-sprengiefni, skotvopn, hergögn, flugeldar og blys.
-eldfimur vökvi eða föst efni (t.d. kveikjarar og upphitunareldsneyti, eldspýtur og aðrir hlutir sem auðveldlega kviknar í).
-tærandi efni (t.d. bleikiefni og peroxíð).
-eiturefni.
-geislavirk efni.
-kvikasilfur og segulmagnað efni.
-aðrir hlutir sem geta stefnt öryggi flugvélarinnar, persónum eða eignum í hættu. Lyfjum og snyrtiáhöldum í litlu magni (t.d. hársprey og ilmvötn) sem eru nauðsynleg fyrir ferðina er ráðlegt að pakka með handfarangri.Mundu að læsa ferðatöskum til að koma í veg fyrir að þær opnist.
Vinsamlegast merktu allan farangur með nafni og heimilisfangi svo auðveldara sé að þekkja hann aftur. Merkispjöld fást í farangursmóttöku.
TILKYNNING UM TAKMÖRKUN ÁBYRGÐAR
INNANLANDSFLUG
1. REGLUR UM LÍKAMSTJÓN
Ef farþegi lætur lífið eða hlýtur líkamsmeiðsl eða heilsutjón af völdum slyss og flytjandi leiðir sönnur að því að sá sem fyrir tjóninu varð hafi sjálfur verið valdur eða samvaldur að því, má færa skaðabætur niður eða fella þær niður. Við sömu aðstæður skal flytjandi laus úr ábyrgð ef hann leiðir sönnur að því að hann sjálfur og starfsmenn hans hafi gert allar nauðsynlegar varúðarráðstafanir til þess að afstýra tjóni eða það hafi eigi verið á þeirra valdi. Þó er flugrekenda aðeins heimilt að bera síðari málsvörn fyrir sig ef höfuðstóll bótaskyldrar tjónsfjárhæðar fari fram úr jafnvirði 100.000 SDR í íslenskum krónum og er aðeins heimil hvað varðar þann hluta sem fram úr áðurgreindum fjárhæðarmörkum fer.
Flugrekandi skal án tafar og ekki síðar en 15 dögum eftir að ljóst er hver hinn slasaði eða látni er inna af hendi fyrirframgreiðslu til að mæta bráðum fjárhagsþörfum og skal greiðslan taka mið af aðstæðum. Greiðsla þessi skal ekki vera lægri en sem nemur jafnvirði 15.000 SDR í íslenskum krónum vegna hvers farþega sé um dauðaslys að ræða. Það að inna fyrirframgreiðslu þessa af hendi jafngildir þó ekki viðurkenningu á ábyrgð og kemur til frádráttar við endanlegt uppgjör bóta vegna slyssins. Hún er einnig afturkræf ef flugrekandi sannar að farþegi hafi verið valdur eða samvaldur að slysinu eða að sá sem greiðsluna fékk hafi ekki átt lögvarið tilkall til hennar.
2. REGLUR UM ÁBYRGÐARTAKMÖRKUN VEGNA FARANGURS
Ábyrgð vegna taps, tafa eða skemmda á farangri takmarkast sem hér segir nema hærra verðgildi sé gefið upp fyrirfram og viðbótargjöld séu greidd:
Hámarksábyrgð flytjanda fyrir innritaðan farangur eða varning skal vera að jafnvirði 17 SDR í íslenskum krónum á kg.
YFIRBÓKUN
Yfirbókun getur orðið á flugi og svo kann að fara að ekki sé laust sæti í flugi þar sem búið er að staðfesta bókun. Þeim sem ekki fá far þegar svo er ástatt er áskilinn réttur til skaðabótagreiðslu.BARNSHAFANDI KONUR
Barnshafandi konur sem komnar eru 8 mánuði á leið eða lengra sem og þær sem fætt hafa barn fyrir tímann, geta einungis ferðast með okkur hafi þær lagt fram læknisvottorð, gefið út innan 72 klukkustunda frá brottför, þar sem staðfest er að þeim stafi engin hætta af fluginu. Barnshafandi konur mega undir engum kringumstæðum fljúga tvær síðustu vikur meðgöngunnar.
CONDITIONS OF CONTRACT
1. Carriage pursuant to an electronic ticket issued is subject to the rules and limitation relating to liability established by the Aviation Act.
2. To the extent not in conflict with the foregoing, carriage and other services performed by carrier are subject to: (I) applicable tariffs, (II) these conditions of carriage, (III) Boarding Pass.
3. Any exclusion or limitation of carrier's liability shall apply to and be for the benefit of agents, servants and representatives of carrier and any person whose aircraft is used by carrier for carriage and its agents, servants and representatives.
4. An electronic ticket issued is good for carriage for one year from date of issue, except as otherwise provided in carrier's tariffs, conditions of carriage, or related rules. The fare for the carriage under electronic ticket issued is subject to change prior to commencement of carriage. Carrier may refuse transportation if the applicable fare has not been paid.
5. Carrier undertakes to use its best efforts to carry the passenger and baggage with reasonable dispatch. Times shown in timetables or elsewhere are not guaranteed and form no part of the contract of carriage. Carrier may without notice substitute alternate carriers or aircraft, if necessary. Schedules are subject to change without notice. Carrier assumes no responsibility for the passenger making flight connections. Compensation will not be payable to passengers if Carrier is forced to cancel or in any way change passengers holiday/flights due to force majeure which in this context is defined as government action or restraint, war, threat of war, riot, civil strike, industrial dispute, terrorist activity, natural or nuclear disaster, fire, adverse weather conditions or any other event beyond Carrier's control.
6. Passenger shall comply with Government travel requirements, present exit, entry or other required documents and arrive at the airport by time fixed by the carrier or, if no time is fixed, early enough to complete departure procedure.
7. No agent, servant or representative of carrier has authority to alter, modify or waive any provision of those conditions of contract.
Carrier reserves the right to refuse carriage to any person who has acquired a ticket in violation of applicable law or carrier's tariffs, rules or regulations.
BAGGAGE
For safety reasons, carriage of certain goods in you baggage is forbidden: MATCHES, LIGHTERS, GAS, PAINTS, FIREWORKS, BLEACH, etc.
Make sure your baggage is safe. In case of doubt, ask the airline.
The carrier is not liable for loss of, damage to, or delay in the delivery of fragile or perishable articles, money, jewelry, silverware, negotiable papers, securities or other valuables, business documents, passports and other identification documents or samples or medicines or drugs which are included in the passenger's baggage, whether with or without the knowledge of carrier.
The following Articles may be carried free of Charge over and above the Free Baggage Allowance:
- a lady's handbag, pocket book or purse, which is appropriate to normal travelling dress and is not being used as a container to carry articles which would otherwise be regarded as baggage.
- an overcoat, wrap or blanket.
- an umbrella or walking stick.
- a reasonable amount of reading matter for the flight.
- infant's food for consumption in flight and infant's carrying basket.
- a fully collapsible invalid's wheelchair (which in most cases will have to be carried in the baggage compartment) and/or a pair of crutches and/or braces or other prosthetic device for the passenger's use; provided the passenger is dependent upon them.
All other articles - such as flight bags, briefcases, type writers, ladies' vanity cases, large size cameras, etc. - will be weighed and, if applicable, excess baggage charges will be levied.
SECURITY CHECKS
Security checks are carried out at most airports. In these checks local authorities may confiscate sharp items, e.g. your pocket knife, and other articles considered to be of dangerous nature. To avoid possible inconvenience we suggest that you pack such items in your registered baggage.
BAGGAGE INSTRUCTIONS
Baggage must not include articles
- which are likely to be damaged by air carriage or
- which are unsuitably packed or
- the carriage or which is forbidden by any applicable law, regulation or order of any state to be flown from, into or over.
For safety reasons the articles listed below must not be carried in passenger's baggage without consent and prior arrangement with the airline:
- compressed gases (flammable, non flammable or poisonous).
- corrosives (e.g. acids, alkalis and wet cell batteries).
- explosives, firearms, munition, fireworks and flares.
- flammable liquids and solids (e.g. lighter and heating fuels, matches and other articles which are easily ignited).
- oxidizing materials (e.g. bleaching powder and peroxides).
- poisons.
- radioactive materials.
- mercury and magnetized material.
- other articles which can endanger the safety of aircraft, persons or property. Medicines and toilet articles in small quantities (e.g. hair sprays and perfumes) necessary for the journey, should be packed in your cabin baggage.
Remember to lock your baggage to prevent it from falling open.
For the purpose of easy identification, please label all baggage with your name and address. Name labels are available at sales offices and check-in counters.
NOTICE OF LIABILITY LIMITATIONS
DOMESTIC CARRIAGE
1. RULES OF BODILY HARM
In the event of an accident causing injury or death to passengers, the Carrier may exonerate himself wholly or partly from liability if he proves that the damage was caused by, or contributed to, by the negligence of the injured or deceased passenger. Also, the Carrier may exonerate himself wholly of partly from liability if he proves that the Carrier and the Carrier's employees have not been able to avoid the loss or have done everything to prevent the loss, recourse to such exoneration, however, only being permissible as regards damages in excess of the equivalent in currency of 100.000 SDR.
The Carrier is obligated to, without delay and in any event not later than 15 days after the identity of the passenger entitled to compensation has been established, make such advance payments as may be required to meet immediate economic needs on a basis proportional to the hardship suffered, such advance payment, however, in the event of death, never being less than the equivalent in currency of 15.000 SDR per passenger. Such advance payment does not constitute recognition of liability by the Carrier and may be offset against any subsequent sums to be paid on basis of the Carrier's liability and is reimbursable if it is proven that the person who received the advance payment caused, or contributed to, the damage by negligence or was not the person entitled to compensation.2. RULES OF BAGGAGE LIABILITY
Liability for loss, delay, or damage to baggage is limited as follows unless a higher value is declared in advance and additional charges are paid:
For checked baggage and carried goods the Carrier's maximum liability is the equivalent in currency of 17 SDR per kgOVERBOOKING
Airline flights may be overbooked and there is a slight possibility that a seat will not be available on a flight for which a person has a confirmed reservation. A person denied boarding on a flight may be entitled to a compensatory payment.
PREGNANT PASSENGERS
Those carrying a child which are 8 months pregnant or longer and/or those who have had a premature child can only travel with a valid medical certificate, issued by a doctor less than 72 hours prior to departure, confirming that there is no risk to them from the flight. Under no circumstances are those carrying a child permitted to fly in the last two weeks of their pregnancy.