Skip to main content

Vestmannaeyjar

Suðurland

Vestmannaeyjar

50 ár á flugi

50 ár á flugi – 50% afsláttur!

Við fögnum hálfrar aldar afmæli með veglegum afslætti af öllum flugsætum í allt sumar. Takk fyrir að velja Flugfélagið Ernir, elsta starfrækta flugfélagið á Íslandi.

  • 50% afsláttur af öllum fargjöldum – bókað á vefnum.

  • Afslátturinn gildir tímabilin 18. maí - 28. júlí og 5. - 31. ágúst 2020.

  • Hægt er að bóka með afslætti fyrir börn sem fljúga ein í gegnum þjónustuver okkar í síma eða með tölvupósti.

Flugáætlun
Gildir til 31. ágúst 2020

Frá Reykjavík til Vestmannaeyja

Mán Þri Mið Fim Fös Lau Sun   Brottför Lending
          07:15 07:40
              15:45 16:10
              17:30 17:55

Frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur

Mán Þri Mið Fim Fös Lau Sun   Brottför Lending
          08:00 08:25
              16:30 16:55
              18:15 18:40
KOMUR & BROTTFARIR
Verðlisti
  Nettilboð Afsláttarsæti Almennt Börn 2-11 Börn 0-1
Vestmannaeyjar 13.600 kr. 15.900 kr. frá 19.100 kr. 13.200 kr. 4.000 kr.
  • Nettilboð 13.600 kr.
  • Afsláttarsæti 15.900 kr.
  • Almennt frá 19.100 kr.
  • Börn 2-11 13.200 kr.
  • Börn 0-1 4.000 kr.

Bókaðu flugið

Náttúra og lífsgleði úti fyrir suðurströnd Íslands

Skammt undan strandlengju Íslands, einungis 30 mínútna flugferð frá Reykjavík, liggja Vestmannaeyjar – eyjaklasi sem hefur verið miðpunktur dramatískra atburða, bæði náttúruhamfara, lífsbaráttu og gleði. Það var hér sem jörðin rifnaði upp í jaðri bæjarins árið 1973 og óvænt eldgos hófst, þar sem eldur og reiði móður jarðar ógnaði íbúunum, heimilum þeirra og lífsafkomu. Í dag er hins vegar haldin fjögurra daga gleði á Heimaey hvert sumar, Þjóðhátíð með tónleikum, brennu, varðeldi og flugeldasýningu. Sannkölluð gleðihátíð sem fagnar þrautseigju mannsins.

Vestmannaeyjar liggja í stærstu fiskveiðiauðlind Norður-Atlantshafsins. Milljónir sjófugla hafa gert sér heimili á eyjunum, langvía, súla, rita, bjartmávur og lundi gera sér hreiður og ala unga sína í klettum eyjanna. Á hverju ári hjálpa börnin í Vestmanneyjum öðru ungviði, þegar þau bjarga lundapysjum sem villst hafa inn í bæinn, fara með þær í Sæheima til að láta merkja þær og sleppa þeim svo út á haf. Í Vestmannaeyjum hefur Maðurinn svo sannarlega lært að búa í návígi við náttúruna og taka tillit til hennar.

Kort - flug á milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja
Þjóðhátíð

Þjóðhátíð: taumlaus lífsgleði í sumarhúmi

Íslenskir sumardagar taka engan enda. Jafnvel þó að sólin dýfi sér niður fyrir sjóndeildarhringinn í nokkrar mínútur verður aldrei almennilega dimmt. Vestmannaeyingar nýta þessa endalausu daga vel og halda stærstu hátíð Íslands í Herjólfsdal, hringleikvangi sem mótaður er frá náttúrunnar hendi. Íslenskur matur, drykkur og tónlist eru í hávegum höfð alla helgina meðan þjóhátíðargestir fagna lífinu og hamingjunni sem aldrei fyrr!

Eldfell: ögurstundin sem breyttist í sigurstund Vestmannaeyinga

Íbúarnir á Heimaey, sem er stærst Vestmannaeyja, vöknuðu snemma að morgni 23. janúar 1973 við hrikalega sjón: nýtt eldfjall var tekið að gjósa í jaðri bæjarins. Aska og hraun gleyptu fjölmörg hús og ógnuðu öllum bænum, þar meðtalinni fiskverkuninni sem gerði eyjaskeggjum kleift að sjá sér farborða. Baráttan um Heimaey fangaði hug og hjörtu fólks um allan heim sem fylgdist með þegar Vestmannaeyingar urðu fyrstir allra til ná stjórn á flæði glóandi hrauns. Í dag er hægt að fara í fjallgöngu upp á eldkeiluna sem myndaðist í gosinu, Eldfell, og er jarðvegurinn þar enn volgur. Þaðan er stórkostlegt útsýni yfir til fasta landsins og á vetrarkvöldum er jafnvel hægt að sjá Norðurljós dansa á himinhvolfinu – það eru engin smá verðlaun fyrir fjallgönguna!

Eldfell in Vestmannaeyjar
Eldheimar museum

Eldheimar: innsýn inn í Pompei Norðursins

Safnið Eldheimar stendur við rætur Eldfells og er byggt utan um eitt af húsunum sem urðu hrauni og ösku að bráð nóttina sem eldgosið hófst árið 1973. Húsið og innbú þess var grafið upp og stendur nú sem áþreifanleg minning um lífið í Eyjum áður en gosið hófst. Sýningin í Eldheimum rekur svo hvernig Vestmannaeyjabær var rýmdur á einni nóttu og íbúum eyjarinnar forðað frá hraunstraumnum og hvernig tókst að bjarga hluta bæjarins með hatrammlegri baráttu við náttúruöflin.

Sæheimar: lundamiðstöð Norðursins

Sæheimar, sem áður var Fiska- og Náttúrugripasafn Vestmannaeyja, er aðalstaðurinn þegar á pysjutímabilinu stendur. Krakkarnir í Vestmannaeyjum fara í sérstaka leiðangra til að fanga illa fleygar lundapysjur sem hafa villst inn í bæinn og í lok hvers sumars hefur þúsundum pysja verið bjargað og komið út að sjó. Meðan þær bíða eftir að vera sleppt aftur fá þær að dvelja í Sæheimum í góðu yfirlæti en sumar gerast mjög heimakærar og vilja verja tíma sínum meðal gesta á safninu svo að það skiptir í raun engu máli hvenær ársins þú skoðar safnið, þú getur alltaf séð þessa fallegu og sposku fugla í návígi.

Sæheimar Aquarium

Skipulagðar ferðir tengdar þessum áfangastað

The volcano island of Heimaey (Home island) in the Westman Islands archipelago
from € 244
All year
The volcano island of Heimaey (Home island) in the Westman Islands archipelago
from € 244
All year