Skip to main content

Húsavík

Norðurland

Húsavík

Lægri flug­fargjöld fyrir íbúa lands­byggð­arinnar

Loftbrú er fyrir alla með lög­heimili fjarri borginni og á eyjum og veitir 40% afslátt af heildar­fargjaldi fyrir allar áætlunar­leiðir Flugfélagsins Ernis.

Ferlið er einfalt. Á þjónustu­vefnum Ísland.is auðkennir fólk sig með rafrænum skil­ríkjum og þeir sem eiga rétt á Loftbrú sækja sérstakan afsláttar­kóða sem notaður er bókunarferlinu.

NÁNARI UPPLÝSINGAR Á LOFTBRU.IS

Loftbrú
50 years flying

.

Flugáætlun
Gildir til 31. mars 2024

Frá Reykjavík til Húsavíkur

Mán Þri Mið Fim Fös Lau Sun   Brottför Lending
              08:55 09:45
              12:00 12:50
              13:55 14:45
            16:45 17:35

 

Frá Húsavík til Reykjavíkur

Mán Þri Mið Fim Fös Lau Sun   Brottför Lending
              10:10 11:05
              13:15 14:10
              15:10 16:00
            17:55 18:50

KOMUR & BROTTFARIR

Verðlisti
  Nettilboð Afsláttarsæti Almennt Börn 2-11 Börn 0-1
Húsavík 25.150 kr. 27.900 kr. frá 32.000 kr. 18.500 kr. 4.000 kr.
  • Nettilboð 25.150 kr.
  • Afsláttarsæti 27.900 kr.
  • Almennt frá 32.000 kr.
  • Börn 2-11 18.500 kr.
  • Börn 0-1 4.000 kr.

Bókaðu flugið

 

Risaskepnur og töfranáttúra við Norðurheimskautsbaug

Inn á milli fjarða og fjalla Norðausturlands liggur fyrrum bólstaður nokkurra af fyrstu landsnámsmönnunum, Húsavík. Bærinn er einn fallegasti og stórfenglegasti áfangastaðurinn á Íslandi, en flug þangað frá Reykjavík tekur rétt um 45 mínútur. Frá Húsavíkurhöfn er hægt að fara í daglegar skoðunarferðir út á Skjálfandafljót en þar undir yfirborði sjávar leynast hnúfubakar, háhyrningar, höfrungar og önnur tignarleg sjávarspendýr. Á sumrin má sjá lundana með sín litríku nef hópast á svæðið og setjast að í Lundey á Skjálfanda. Ferðaþjónustufyrirtæki á staðnum bjóða fjölbreytt úrval af skoðunarferðum sem smellpassa við budduna og þínar ferðaáætlanir.

Kort - flug á milli Reykjavík og Húsavík

Meginbúðir uppgötvana og landkönnunar

Saga og náttúruundur Húsavíkur blasa við um leið og þú ekur inn í bæinn. Hvalasafnið er sérhæft safn styrkt af Menntamálaráðuneytinu og er staðsett við höfnina. Þar eru líffræði og lífsvenjur hvala og annarra sjávarspendýra rannsökuð og ýmsan fróðleik að finna en einnig eru stórmerkilegir gripir til sýnis, svo sem beinagrindur af hvölum og þar á meðal ein af „einhyrningi hafsins“ eða náhval.

Könnunarsögusafnið sýnir hversu mikilvægan sess Húsavík hefur skipað í könnunar- og vísindasögu Íslands, allt frá fyrstu leiðangrum víkinganna til geimferða 20. aldarinnar. Nokkur af fyrstu skipunum til að sigla frá Norður-Atlantshafi til Norður-Íshafs höfðu höfn á Húsavík en færri vita kannski að bandarísku Apollo geimfararnir æfðu sig fyrir tunglgöngu á svæðinu við Húsavík.

Ásbyrgi

Ásbyrgi: paradís fyrir bakpokaferðalanga

Með stuttri ökuferð norður af Húsavík má finna Ásbyrgi, stórfenglega hamrakví sem varð til í hamfarahlaupum skömmu eftir ísöld og mynda þverhníptir hamrarnir gott skjól fyrir kjarrgróðurinn í botni Ásbyrgis, enda eru þeir 90-100 metra háir. Vatnsaflið sem svarf þessa risastóru hamrakví til er áminning um þann fítonskraft sem Móðir Jörð býr yfir en þjóðsagan segir að þarna hafi Sleipnir, hestur Óðins, stigið fæti niður og Ásbyrgi sé því risastórt hóffar, sem er ekki svo galin hugarmynd séu loftmyndir skoðaðar af þessu náttúruundri.

Mývatn: þar sem eldur og vatn mætast

Einn vinsælasti viðkomustaður landsins er Mývatn sem einkennist af mörgum litlum vogum, hólmum og klettamynstrum sem mynduðust þegar hraun flóði ofan í grunnt stöðuvatnið fyrir meira en 2000 árum. Jarðhitavatn sem seytlar í Mývatn frá nærliggjandi eldstöðvum gerir það að ákjósanlegum dvalarstað fyrir silung, lax og vatnafugla allt árið um kring. Þá eru Jarðböðin við Mývatn tilvalinn staður til að slaka á að lokinni langri göngu eða öðrum ævintýrum.

Víti hjá Kröflu

Krafla: önnur pláneta í akstursfjarlægð

Jarðhitanýtingin sem Ísland er hvað þekktast fyrir hófst í öskju eldstöðvarinnar Kröflu fyrir nær 50 árum síðan og viðgengst enn þann dag í dag eins og við þekkjum. Hérna vinna verk- og jarðfræðingar enn að því að þróa nýtingu jarðhita innan um heitar laugar, leirlaugar og brennisteinsgufu sem, með snævi þakta fjallstinda í bakgrunni, líkjast helst landslagi á annarri plánetu.

Dettifoss: kraftur og mikilfengleiki náttúrunnar

Aflmesti foss Evrópu, Dettifoss, er skammt frá Mývatni og Kröflu. Hann var notaður sem sviðsmynd fyrir kvikmyndina Prometheus sem átti að gerast annars staðar í sólkerfinu, sem sýnir glögglega hversu heillaður bandaríski kvikmyndaiðnaðurinn er af einstakri og kraftmikilli náttúru Íslands.

Dettifoss, north Iceland

Goðafoss: foss goðanna

Nafngiftin á þessu vatnsfalli gefur til kynna hvaða sess það hefur í Íslandssögunni. Þegar Íslendingar gerðust kristnir fyrir þúsund árum hentu forystumenn kristnitökunnar heiðnu goðunum sínum í vatnsflauminn. Og þegar horft er á dáleiðandi vatnsrennslið sem breytist í ægilegan straum í klettaskornu gilinu fyrir neðan er auðvelt að ímynda sér tengingu við æðri máttaröfl á þessum stað.

Skapaðu þitt eigið ævintýri!

Húsavík er einnig hentugur áningastaður fyrir þína eigin leiðangra. Landslag sem er varla af þessum heimi og stórfenglegar víðáttur bjóða upp á ævintýri við allra hæfi. Flugið til Húsavíkur er aðeins upphafið á stórkostlegri ævintýraferð!

Dimmuborgir, Mývatni