Skip to main content

Gjögur

Vestfirðir

Gjögur

50 ár á flugi

50 ár á flugi – 50% afsláttur!

Við fögnum hálfrar aldar afmæli með veglegum afslætti af öllum flugsætum í allt sumar. Takk fyrir að velja Flugfélagið Ernir, elsta starfrækta flugfélagið á Íslandi.

  • 50% afsláttur af öllum fargjöldum – bókað á vefnum.

  • Afslátturinn gildir tímabilin 18. maí - 28. júlí og 5. - 31. ágúst 2020.

  • Hægt er að bóka með afslætti fyrir börn sem fljúga ein í gegnum þjónustuver okkar í síma eða með tölvupósti.

Flugáætlun
Gildir til 31. ágúst 2020

Frá Reykjavík til Gjögurs

Mán Þri Mið Fim Fös Lau Sun   Brottför Lending
              12:00 12:40

Frá Gjögur til Reykjavíkur

Mán Þri Mið Fim Fös Lau Sun   Brottför Lending
              13:00 13:40
KOMUR & BROTTFARIR
Verðlisti
  Nettilboð Afsláttarsæti Almennt Börn 2-11 Börn 0-1
Gjögur 19.650 kr. 22.310 kr. frá 25.750 kr. 16.600 kr. 4.000 kr.
  • Nettilboð 19.650 kr.
  • Afsláttarsæti 22.310 kr.
  • Almennt frá 25.750 kr.
  • Börn 2-11 16.600 kr.
  • Börn 0-1 4.000 kr.

Bókaðu flugið

Hliðið inn í leyndardóma Norðurheimskautsinss

Gjögur við Húnaflóa er gáttin fyrir nyrstu odda Vestfjarða. Gjögur er inni á harðbýlu landssvæði sem er svo krefjandi yfirferðar að einungis ævintýraþyrstir ferðalangar hafa tækifæri til að berja náttúrufegurðina þar augum. Þarna er ósnortin náttúra og Gjögur því einn af frumstæðustu áfangastöðum Íslands. En þú sérð aldrei eftir því að leggja á þig flugferð á Gjögur því þar verða ógleymanleg ævintýri til.

Héðan geturðu haldið í skoðunaferðir til að sjá nyrstu jökla Íslands, síðustu minjar ísaldarinnar. Villt fuglalíf og forvitnir heimskautarefir bíða þín á göngu um Hornstrandir, stærsta friðland landsins. Hin friðsæla Hólmavík var fyrrum líflegt sjávarþorp en í dag er helsta aðdráttarafl þess Galdrasafnið þar sem saga galdra á Íslandi er rakin í máli og myndum og með stöku álagahlut frá miðöldum. Hvort sem þig þyrstir í fróðleik um sögu landsins eða ævintýri úti í náttúrunni tekur Gjögur á móti þér með stórbrotnu umhverfi um leið og þú lendir!

Map - flight from Reykjavík to Gjögur

Friðlandið á Hornströndum: lífríki á villtum slóðum

Fyrir meira en sextíu árum fóru síðustu íbúarnir frá Hornströndum og létu náttúrunni landssvæðið í té en friðlandið var stofnað 1975. Þessi náttúruperla er oft kölluð síðasta óbyggð Evrópu en landslagið þar er víða ólýsanlegt. Hrjúf fjöllin, þverhníptir klettar, risavaxnir jöklar og kristaltærar ár bíða þín ef þú hyggur á ævintýr á Hornströndum. Þrátt fyrir að Maðurinn búi ekki þarna lengur eru Hornstrandir langt í frá einmanalegur staður því þar búa milljónir sjófugla, margir hverjir sjaldgæfir og óvenjulegir, og í sjónum við Hornstrandir lifa selir og hvalatorfur góðu lífi.

Hornstrandir

Heimskautarefurinn

Heimskautarefir gleðja gesti á svæðinu sérstaklega. Þessir sjaldséðu refir eru á stærð við lítinn hund og eru einhver fallegustu dýr Íslands. Feldur þeirra skiptir litum eftir árstíðum, hvítur á vetrin og gráblár á sumrin, til að þeir falli betur inn í landslagið og geti veitt fugla sér til matar. Refirnir á Hornströndum eru óvanir mannfólki og kunna því ekki að hræðast það heldur eru forvitnir um gesti svo ekki verða hissa þótt þeir nálgist þig að fyrra bragði til að sjá hvað þú ert að bardúsa!

Drangajökull: kristaltærar minjar frá ísöld

Löngu fyrir tíma fyrstu landnámsmannanna héldu jöklar landinu í ísköldum greipum. Þykkt íslag sveipaði landið mjallhvítri hulu en fyrir um tíu þúsund árum hóf ísinn að hopa til norðurs. Drangajökull, um 200 ferkílómetra ísbreiða, er í dag ein af fáum náttúruminjum frá þeim tíma. Þar sem jökullinn er allsstaðar undir 1000 metra hæð og ekki krefjandi yfirferðar er hann mjög vinsæll meðal göngufólks sem leggur leið sína á Hornstrandir. Ef þú kemst í snertingu við Drangajökul ferðastu í raun aftur í tímann og kemst í snertingu við mörg þúsund ára náttúruundur.

Drangajökull Glacier

Hólmavík: setur galdrakúnsta frá miðöldum

Þrátt fyrir færri en fjögurhundruð íbúa er Hólmavík stærsti þéttbýliskjarninn á svæðinu. Þar má finna snotur gistiheimili og þægilega veitingastaði svo þorpið er hentugasti staðurinn til að halda til á ef þú hyggur á skoðunarferðir um þennan nyrsta odda Íslands. Á miðöldum voru kukl og galdrar órjúfanlegur hluti af menningu Norður Evrópu, ekki síst á Íslandi. Á 17. öld grasseruðu sagnir af draugum, uppvakningum og álögum og á Galdrasafninu má finna safnmuni sem tengir nútímann við þessa dulúðugu tíma. Ef þú hefur áhuga á sögu Íslands er Galdrasafnið skyldustopp á ferðalaginu.