Skip to main content

Bíldudalur

Vestfirðir

Bíldudalur

Áningastaður á hinum töfrandi fallegu Vestfjörðum

Íslendingar bera sérstakar taugar til hrjúfra fjallgarða og kristaltærra vatna hins stórbrotna Vestfjarðakjálka. Ísland óx upp úr eldbrunnum Vestfjarða og tignarleg klettafjöllin hafa mótast af ís og vindi síðan þá, sem gerir þau að einni stórfenglegustu sýn jarðar.

Hvort sem þú vilt ganga á þessi mögnuðu fjöll, baða þig í sól á rauðum sandi eða skoða villt dýralíf þeirra fjölmörgu tegunda sem hafa búið um sig á þessum norðlægu slóðum verða Vestfirðir áreiðanlega nýi uppáhaldsstaðurinn þinn. Sjóndeildarhringurinn glitrar í tæru loftinu og við hverja bugðu kemur meiri náttúrufegurð í ljós sem grípur hug þinn og hjarta.

Kort - flug á milli Reykjavíkur til Bíldudals
Flugáætlun
Gildir til 30. september 2020

Frá Reykjavík til Bíldudals

Mán Þri Mið Fim Fös Lau Sun   Brottför Lending
        11:30 12:10
            12:00 12:40

Frá Bíldudal til Reykjavíkur

Mán Þri Mið Fim Fös Lau Sun   Brottför Lending
        12:30 13:10
            13:00 13:40

Komur og brottfarir á Textavarpinu

Verðlisti
  Nettilboð Afsláttarsæti Almennt Börn 2-11 Börn 0-1
Bíldudalur 19.650 kr. 22.310 kr. frá 25.750 kr. 16.600 kr. 4.000 kr.
  • Nettilboð 19.650 kr.
  • Afsláttarsæti 22.310 kr.
  • Almennt frá 25.750 kr.
  • Börn 2-11 16.600 kr.
  • Börn 0-1 4.000 kr.

Bókaðu flugið

Látrabjarg: stærsta og glaðlegasta fuglabjarg Evrópu

Vestasti tangi Íslands, og heimsálfunnar allrar, er Látrabjarg þar sem milljónir sjófugla eiga heima, þ.á.m. lundinn litríki og skondni. Mörg hundruð metra hátt þverhnípi ver Látrabjarg fyrir ágangi rándýra og fuglalífið nýtur því öryggis þar. Þú getur farið í göngu upp á eigin spýtur á Látrabjarg til að skoða fuglana (sem skoða þig með forvitnisaugum á móti) eða farið í skipulagðar göngur með leiðsögn til að fá sem mest út úr dvölinni á þessum magnaða stað.

Lundi við Látrabjarg
Rauðisandur

Rauðasandur: djúpur blámi og glitrandi rauðir sandar

Þótt Ísland búi víða yfir ægifagurrri sjávarsýn er útsýnið yfir langa fjöruna á Rauðasandi engu líkt. Hérna hefur svartur eldfjallasandurinn sem annars einkennir strandlengju landsins vikið fyrir fínum, gullnum sandi sem glitrar í sólarljósi og fær á sig rauðan blæ. Fullkominn sólbaðsstaður á sumrin eða áningastaður á gönguför allt árið um kring og má finna tjaldsvæði skammt frá, sem er jafnframt í mátulegri fjarlægð frá hinu stórfenglega Látrabjargi.

Dynjandi: krúnudjásn íslenskra vatnsfalla

Hinn konunglegi Dynjandi, eitt þekktasta kennileiti Íslands, er í raun myndaður af sjö fossum sem falla hver af öðrum niður langan bratta. Efstu fossarnir falla hundruð metra fram af risaklöpp og vatnið rennur síðan alla leið niður í röð smærri fossa sem eru engu síðri í sjón. Hægt er að ganga upp að fossunum út frá stíg sem liggur upp með vatnsfallinu þaðan sem gott útsýni er yfir fossana og fjörðinn sem þeir enda í. Það tekur ekki nema um 15 mínútur að ganga upp allan stíginn en þú vilt áreiðanlega taka þér lengri tíma, útsýnið þarna er of fallegt til að nokkur vilji flýta sér niður aftur.

Dynjandi

Slóðir Íslendingasagna: tenging við víkingaöldina

Einn mesti fjársjóður Íslands eru Íslendingasögurnar, frásagnir af aðbúnaði og lífi fyrstu landsnámsmannanna. Ein þekktasta sagan segir af Gísla Súrssyni, sem kom frá Noregi fyrir þúsund árum og settist að á Vestfjörðum en flæktist fljótlega í atburðarás sem var lituð af ástríðum, hefnd og morði. Gísli var gerður útlægur fyrir að hefna dauða fóstbróður síns en tókst með kænsku að fela sig fyrir óvinum sínum í þrettán ár áður en örlaganornirnar skáru á lífsþráðinn hans. Kennileiti og sögusvið úr Gísla sögu má finna víða á Vestfjörðum og leiðsögumenn á Þingeyri aðstoða þig við að feta í fótspor þessa fræga útlaga og skilja betur hvernig lífi hann lifði á víkingaöld.

Skipulagðar ferðir tengdar þessum áfangastað

Visit the stunning remote Westfjords, they’re truly different
€ 880
October - April